Félix Sanchez og eiginkona hans, Geraldina, heimsækja Hið kostaríska biblíufélag einn laugardag í mánuði ásamt blindum dætrum sínum. Tvær dætra þeirra eru blindar vegna arfgengs augnsjúkdóms. „Okkur fannst lengi mjög erfitt að sætta okkur við það,“ segir Geraldina. „Við fáum varla hjálp frá hinu opinbera. Þar sem við hittum aðra foreldra blindra barna og deilum áhyggjum okkar með þeim, vitum við að við erum ekki ein á ferð. Það að við skiptumst á reynslusögum okkar veitir okkur styrk.“ Faðirinn Felix bætir við: „Hinir reglulegu fundir veita okkur sífelldan þrótt. Fyrir hjálp Guðs og Orð hans getum við borið hvert annars byrðar. Við stöndum saman og okkur finnst við ekki lengur vera hjálparvana.“
Kosta Ríka
- 4,8 milljónir íbúa
- 90% kristinnar trúar
- 250.000 blindir einstaklingar
Um það bil 250.000 manns í þessu landi í Mið-Ameríku eru blindir eða á annan hátt sjónskertir. „Iðulega er litið framhjá gáfum þeirra, sérstakri færni og hæfileikum,“ er haft eftir Biblíufélaginu.
Biblían í heild á blindraletri er nú til á 40 tungumálum. Textanum er dreift í rúmlega 50 löndum fyrir tilstilli (UBS) Sameinuðu biblíufélaganna. Stök biblíurit á blindraletri eru nú þegar fáanleg á um það bil 200 tungumálum og eru samhæfð í Stuttgart.
Framleiðslukostnaðurinn getur verið ljón í veginum: Heildstæða Biblíu á blindraletri er að finna á 40 böndum! Af þeim sökum kostar stök útgáfa Biblíunnar í heild á blindraletri um það bil 600 Bandaríkjadali og það er meira en viðkomandi íbúar Kosta Ríka hafa efni á. Þess vegna þarf þetta fólk alveg sérstaklega á stuðningi að halda.
Blint fólk upplifir oft einangrun og útilokun. Hér leggur Hið kostaríska biblíufélag sitt lóð á vogarskálarnar. Í samstarfi við blindrafélagið á staðnum, kirkjurnar og bókasöfn er Biblían á blindraletri gerð viðkomandi fólki aðgengileg. Biblían á blindraletri er byggð á einfaldri þýðingu á spænsku, þannig að börn geti einnig skilið hana. Að minnsta kosti tvær útgáfur biblíurita á blindraletri verða framvegis aðgengilegar á sérhverju bókasafni. Með þessu verkefni vill Biblíufélagið ná til að minnsta kosti helmings barna og fullorðinna í landinu, sem getur lesið blindraletur. Verkefninu tilheyra þar að auki reglulegir biblíudagar fyrir fjölskyldur með blind börn. „Lífið er okkur ekki auðvelt, en þessir fundir hvetja okkur til dáða, þar sem við sjáum að við erum ekki ein á ferð,“ segir Tatiana Durán. Tólf ára dóttir hennar, María José, hefur verið blind frá fæðingu. „María José lærir hér mikilvæg gildi og hún hefur unun af að lesa í Biblíunni sinni á blindraletri,“ segir móðirin.
Orð Guðs hughreystir blind börn
Það er laugardagsmorgunn. Úr einu herberginu í Hinu kostaríska biblíufélagi heyrast ærsl og fliss. Allnokkur börn sitja á mottum á gólfinu og bíða þess að heyra sögu. Þessi börn eru alveg eða að hluta til blind. Í heftum þeirra er sagan af Job prentuð á blindraletri. Börnin hlusta á af athygli, en þau geta lesið söguna heima og íhugað hana áfram.
Reynsla Jobs af Guði snertir við þeim. „Lika þegar Guð lét Job þjást, gerði hann það sem kærleiksríkur faðir,“ segir drengur nokkur. „Guð vissi alltaf, hvað Job bjó í brjósti. Af því að Job var þolinmóður og tapaði aldrei trúnni, launaði Guð honum um síðir.“ Börnin vita, hvernig það er að vera pirraður og einmana, einmitt eins og Job leið. Hér í Biblíufélaginu hitta þau önnur blind börn og finna hughreystingu í Orði Guðs.
Á meðan börnin leika sér og læra meira um Guð í Biblíunni, hittast foreldrarnir í öðru herbergi. Þeir fá góð ráð og skiptast á reynslusögum. Það er sjaldgæft að kostur sé gefinn á slíku í Kosta Ríka. Foreldrarnir fá upplýsingar um blindraskóla og fá vísbendingar um nýjustu tækni fyrir blint fólk. Biblíufélagið sér til þess, að börnin eignist bækur á blindraletri.
Fjárframlög fyrir Biblíur fyrir blinda í fátækari löndum. Í Stuttgart er dagskrá Heimssambands sjónskertra samhæfð. Haldið er upp á blindraletursdaginn 4. janúar, sem er fæðingardagur Louis Braille (1809-1852). Árið 1825 fann Frakkinn upp blindraleturskerfi sitt. Það snýst um það hvernig einn bókstafur er samsettur úr sex punktum, sem geta myndað allt stafrófið. Þreifað er á punktunum með fingrunum. Sérhvert tungumál á sitt eigið blindraleturskerfi og því þarf að þýða það á viðkomandi þjóðtungu.