Guð lætur til sín taka með sögulegum hætti þar sem Biblian hreyfir við fleiri mannssálum á Kúbu en eitt sinn þótti mögulegt. Nærri 240.000 eintök af Biblíunni voru afhent á Kúbu árið 2016! Aldrei áður hefur svo mörgum Biblíum verið dreift á einu ári á Kúbu!

Þessi þjóð, sem telur 11 milljónir íbúa, þar sem nærri 100% þeirra er læs og skrifandi, upplifir nú slíkan vöxt kristindómsins, sem á sér enga hliðstæðu. Talið er að kirkjan á Kúbu muni vaxa um 10 til 15 af hundraði árlega.

Roy Peterson, forseti Hins bandaríska biblíufélags, segir: „Sjáið hvað Guð er að gera á Kúbu. Það er kraftaverk!“

Guð er að umbreyta þessari þjóð með dreifingu á Biblíum og átaksverkefnum af slíkum toga. En þörfin er ennþá brýn. Fjórir af hverjum tíu trúuðum eiga ekki sína eigin Biblíu. Félagi nokkur á meðal heimamanna segir að algengt sé að 15 manns deili með sér einni Biblíu!

„Að sjá fólki fyrir Biblíum mun breyta lífi fólks þarna, þar sem það mun fá Orð Guðs að gjöf,“ segir Alain Montano, kristinn leiðtogi úr hópi heimanna á Kúbu. „Þetta er land þar sem hrafl úr Biblíunni hefur gengið trúaðra manna á milli  vegna þess að Biblíur fengust einfaldlega ekki.“

Kúbverska þjóðin grátbiður um Orð Guðs og milljón Biblía trúboðið á Kúbu miðar að því að rétta höndum sem bíða og opnum hjörtum röskrar milljónar kristinna Kúbverja Biblíur. Þetta frumkvæði mun ná til fimm aðgreindra hópa: Barna á skólaaldri sem fá sínar fyrstu Biblíur, táninga og ungs fólks á háskólaaldri, fullorðins fólks sem nýlega hefur tekið trú, fanga og guðfræðinema og prestslærðs fólks.

Brýn þörf er á þessu framtaki. Við höfum einfaldlega ekki undan að sinna öllum þessum beiðnum um Heilaga ritningu sem við fáum frá Kúbu. Þegar við getum séð fólkinu fyrir fleiri Biblíum, munu þær svara bænum Kúbverja sem leita Guðs.

„Þið eruð sendiboðar af himni,“ sagði safnaðarhirðir nokkur er Biblíunum var dreift. „Þakka ykkur fyrir!“

Hið íslenska biblíufélag tekur þátt í þessu verkefni. Ef þú vilt styðja það með fjárframlagi þá er þér bent á söfnunarreikning félagsins.

Kennitala: 620169-7739
reiknsnúmer: 0101-26-3555
skýring: Kúba