Samkvæmt fréttamiðlum hafa 83 af hundraði Bandaríkjamanna engin tengsl við Biblíuna. Biblíufélagið þar telur að siðferðisgildi og trúarkerfi sé í hættu vegna þess að sannleikur Biblíunnar er stundum ekki talinn skipta neinu máli.

Þess vegna leitast Hið bandaríska biblíufélag við að gefa 100 milljónum Bandaríkjamanna Biblíuna svo að þeir geti með virkum hætti  komist í snertingu við Orð Guðs á hverjum degi.

Það er eins og Guð minnir á í Jesaja 55.10-11:

Eins og regn og snjór fellur af himni og hverfur ekki þangað aftur fyrr en það hefur vökvað jörðina, gert hana frjósama og gróandi, gefið sáðkorn þeim sem sáir og brauð þeim er eta, eins er því farið með orð mitt sem kemur af munni mínum, það hverfur ekki aftur til mín við svo búið heldur kemur því til leiðar sem mér þóknast og framkvæmir það sem ég fel því.

Þeir sem styrkja Hið bandaríska biblíufélag fjárhagslega stuðla að ýmsum viðburðum í New York sem miða að því að Biblían nái til fólks. Má þar nefna nýlegt þjónustuverkefni í borginni og hátíðarherferðina þar sem meðlimir 1.700 kirkna úr 115 hverfum komu saman. Þessir viðburðir náðu til tveggja milljóna manna fyrir tilstilli samfélagsmiðla og beinna útsendinga. Allt miðaði að því að beina fólkinu að boðskap Biblíunnar sem breytir lífi fólks.

Dag nokkurn heyrði auglýsingastjóri hávaða þar sem minnt var á viðburð á Timestorginu, þegar hann var að fara út úr skrifstofu sinni. Hann rölti niður götuna, kom að hátíðarsvæðinu og hlýddi á boðskapinn. Hann hitti ráðgjafa og gaf líf sitt Kristi! Ráðgjafinn fylgdi honum í gegnum sérstaka ritningarstaði sem Hið bandaríska biblíufélag hafði tekið saman fyrir þennan viðburð. „Þessu átti ég ekki von á,“ sagði hann við ráðgjafann. „Hver gat vitað að ég myndi lenda í svona frábærum viðburði, fá svona frábær skilaboð á leið minni heim úr vinnu?“

Guð umbreytti lífi þessa manns. Og það er óeigingjörnum framlögum styrktaraðila Hins bandaríska biblíufélags að þakka, að margir aðrir munu komast í snertingu við Ritninguna.

Sjá nánar frétt á http://news.americanbible.org/article/transforming-americas-cities-with-gods-word