Hann var morðingi og var meðlimur hryðjuverkahóps. Hann var ekki talinn vera líklegur til að skilja innihald kærleika og samúðar. Hann framdi morð og tók þátt í stríði og miskunnarlausum hryðjuverkum. En dag nokkurn kynntist hann fámennum, kristnum hóp, sem þrátt fyrir að leggja líf sitt í hættu, sögðu honum frá Jesú Kristi. Seinna, í miðjum átökum, tók einn af þessum kristnu byssukúlu fyrir hann.
„Blóð þessa manns var á líkama mínum í nokkra daga, ég fór ekki í bað, þessi maður fórnaði lífi sínu fyrir mig. Ég fór því til hinna kristnu og bað þá um að segja mér frá Jesú. Ég veit ekki hvað fær einstakling til að deyja fyrir aðra. Þá sögðu þeir mér frá Jesú og að Jesús hefði dáið fyrir syndir okkar.“
Frá þeirri stundu breyttist líf hans. Hann snéri sér til Jesú. En það var honum dýrkeypt. Félagar hans úr hryðjuverkahópnum börðu hann og pyntuðu vegna umbreytinganna. Þeir börðu hann nánast til dauða. En hann lifði barsmíðarnar af og í dag deilir hann sinni reynslu og trú. „Ég hef talað með vopnum en nú er vopn mitt Orð Guðs. Mitt land þarf á Orði Guðs að halda.“

sjá nánar á http://news.americanbible.org/article/miraculous-transformation-from-assassin-to-persecuted-believer