Biblíudagurinn er alltaf haldinn hátíðlegur annan sunnudag í níuviknaföstu sem að þessu sinni er 19. febrúar 2017. Á þessum degi þökkum við fyrir að við eigum Biblíuna á okkar eigin tungumáli og um leið erum við hvött til að að lesa og kynna okkur boðskap Biblíunnar. Biblíufélagið tekur þátt í alþjóðlegu starfi og að þessu sinni er ætlunin að safna fyrir verkefnum í Mið-Asíu.

Mið-Asía samanstendur af sex löndum sem áður voru hluti af Sovétríkjunum. Í dag eru starfrækt biblíufélög í Kasakstan, Tadsíkistan, Aserbajdsjan og Kirgisistan. Í Mið-Asíu búa 75 milljónir manna. Sárafáir eiga Biblíur eða þekkja til kristinnar trúar. Á biblíudaginn 2017 getum við stutt kristið fólk í Mið-Asíu með Biblíum og Nýja testamentum sem styrkja það í trúnni. Þeim framlögum sem safnast á biblíudaginn 2017 verður varið í:

  • Biblíur, Nýja testamenti og hluta úr Biblíunni handa börnum og fullorðnum, (m.a. á úsbekísku, kasöksku, asersku og tadsíkísku)
  • Þýðingu Biblíunnar á kirgisísku
  • Hluta úr Biblíunni með stóru letri handa eldra fólki
  • Að gera Biblíuna aðgengilega á netinu

Munum að margt smátt gerir eitt stórt.

Með hjartans þökk fyrir stuðninginn!

Ragnhildur Ásgeirsdóttir, framkvæmdastjóri HÍB

Hið íslenska biblíufélag
kt. 620169-7739
reiknisnúmer 0101-26-3555