„Við Íslendingar leiðum hugann of sjaldan að því, held ég, að þessi magnaða bók hefur ekki aðeins verið þjóðinni huggun, áminning og leiðsögn í rangölum lífsins. Hún er líka ein helsta skýringin a því að þetta tungumál okkar skuli hafa haldið velli“
Sr. Skúli S. Ólafsson

Elstu hlutar Biblíunnar eru um þrjú þúsund ára gamlir en yngstu ritin eru frá því fáum áratugum eftir krossfestingu Krists og upprisu. Það er því áhugavert, fræðandi og gefandi að kynna sér Biblíuna og boðskap hennar.
Hið íslenska biblíufélag gefur út biblíulestraskrá á hverju ári. Um er að ræða lesáætlun til að auðvelda fólki til að lesa Biblíuna daglega. Skráin er þannig úr garði gerð að notendur geta lagt hana inn í Biblíuna eins og bókamerki. Lesáætlunin nær yfir heilt ár, lestur fyrir hvern dag ársins.

Félagsfólk í HÍB fær skrána senda en hægt er að nálgast skrárnar í öllum kirkjum og kristnum söfnuðum landsins. Einnig er hægt að nálgast biblíulestraskrána rafrænt á heimasíðu félagsins.

Félagsaðild í Hinu íslenska biblíufélagi er öllum opin. Með því að gerast félagi styrkir þú starf Biblíufélagsins, bæði hér á Íslandi og um allan heim. Félagar fá sent Fréttablaðið B+ og biblíulestraskrána ár hvert. Hægt er að skrá sig í félagið á heimasíðu félagsins biblian.is eða senda póst á netfangið hib@biblian.is