Bandaríska biblíufélagið tilkynnti nýlega um opnun nýs fræðsluseturs sem kallað verður Fræðslusetur trúar og frelsis. Fræðslusetrið verður staðsett í Fíladelfíu og opnar árið 2018. Þar verður öllum boðið að læra um áhrif Biblíunnar á bandaríska sögu og menningu.
Að sögn framkvæmdastjóra Hins bandaríska biblíufélags, Roy Petersen, er markmiðið að vekja forvitni og hvetja gesti til þess að rannsaka spurningar á borð við: „Hvaða áhrif hafði Biblían á fólkið sem mótaði þjóðina okkar? Og hvaða máli skiptir þessi bók fyrir líf okkar í dag?“
Peterson segir að þetta nýja fræðslusetur ætti að vera, þegar best lætur, staður sem sameinar — fagnar fjölbreytileika trúar, bakgrunns og sjónarmiða.
Local Projects er fyrirtæki sem komið hefur að verkefninu en það hefur unnið til rúmlega eitt hundrað hönnunarverðlauna, og á meðal verka þess er þjóðarsafn til minningar um 11. september og þjóðarsafn bandarískrar gyðingasögu.
„Þessi reynsla gerir gestum ekki aðeins kleift með nýstárlegri tækni að verða vitni að sögunni, heldur einnig að taka þátt í henni, segir Jake Barton, yfirmaður Local Projects.
Í þessu fræðslusetri trúar og frelsis munu gestir geta rannsakað hvenig saga Biblíunnar hefur mótað sögu Ameríku, allt frá ritun sjálfstæðisyfirlýsingarinnar til hreyfingarinnar um borgararéttindi. Það mun bjóða gestum úr öllum áttum að uppgötva hvernig þjóðin hefur leitað til Biblíunnar um visku á viðsjárverðum tímum, hvatningu til skapandi breytinga og huggun á raunastundum.
„Nýju sýningarnar munu vekja upp margar umhugsunarverðar spurningar,“ segir Peterson, „en um síðir mun sérhver gestur leita svara með sjálfum sér.“
Þau sem vilja fræðast frekar um fræðslusetrið er bent á