Fimmtíu og þrjú prósent Bandaríkjamanna hafa trú á því að starf stjórnmálamanna yrði áhrifaríkara ef þeir læsu reglulega í Biblíunni, samkvæmt rannsókn bandaríska biblíufélagsins og Barna Group í skýrslunni „State of the Bible 2016“. Rannsóknin gefur einnig til kynna að fimmtíu og eitt prósent Bandaríkjamanna telja að stjórnmálin yrðu nær fólkinu ef stjórnmálamenn læsu reglulega í Biblíunni.

Auk þess að safna upplýsingum um Biblíuna og stjórnmál, gefur rannsóknin innsýn í það hvernig bandaríkjamenn líta á áhrif Biblíunnar á hversdagslífið. Næstum helmingur þeirra, eða fjörutíu og sex prósent, telja hana ekki hafa næg áhrif á samfélagið. Aðeins nítján prósent telja Biblíuna hafa of mikil áhrif á samfélagið, sem er 13% lægra en við rannsókn gerða 2011. Meirihluti Bandaríkjamanna telja Biblíuna einnig vera heilaga ritningu, eða áttatíu prósent og innihaldi allt sem hver manneskja þarfnist til þess að læra að lifa innihaldsríku lífi, eða sextíu og sex prósent þeirra.

„Bandaríkjamenn telja enn að Biblían hafi mátt til að bæta hina mestu óvissu eða óskipulegar áskoranir lífsins – jafnvel stjórnmálanna – þegar orði Guðs er leyft að hafa áhrif á þær. Hjá bandaríska biblíufélaginu sjáum við ýmisskonar umbreytingu, áhrif ritningarinnar á daglegt líf fólks, allt frá endurreistum brotnum fjölskyldum til manna og kvenna sem komast yfir uppreisn unglingsáranna og jafnvel út úr fíknivanda“ er haft eftir Andrew Hood, upplýsingafulltrúa bandaríska biblíufélagsins. „Við höfum að tíu ára markmiði það að sjá eitt hundrað milljónir manna innan Bandaríkjanna upplifa umbreytandi krafta Biblíunnar með því að vera þátttakendur í þeim, hvort sem um er að ræða stjórnmálamenn eða prédikara, vörubílstjóra eða kennara, allir geta breytt lífi sínu til góðs með orði Guðs“.

Sjá nánar um rannsóknina á abs.us/stateofthebible