Sara er bara barn, en hún skynjaði hræðsluna innra með sér þegar hryðjuverkamenn æddu inn í heimabæ hennar, Mósúl í Írak.

„Við þurftum að yfirgefa heimili okkar og flýja. Við yfirgáfum allt, bækur, föt, leikföngin okkar og fórum án alls. Öll fjölskylda mín grét þrátt fyrir að við reyndum að vera sterk. En ég sakna vina minna, heimilis míns og landsins míns“.

Sara hefur neyðst til að flytja fjórum sinnum ásamt fjölskyldu sinni vegna yfirvofandi hættu af völdum stríðs. Hún þurfti einnig að skilja eftir Biblíuna sína en nú hafa Sameinuðu biblíufélögin gefið henni annað eintak.

Hún heldur á Biblíunni sinni og segir: „Þegar ég fékk þetta eintak af Biblíunni þá varð ég mjög ánægð. Mér finnst eins og ég hafi hluta af heimili mínu hjá mér, Jesús er hjá mér. Á hverjum degi lesum við saman, systir mín og ég í Biblíunni minni. Við búum hér, 16 fjölskyldur, í þessum stóra sal sem kirkjan útvegaði okkur. Kirkjunni og biblíufélaginu er umhugað um okkar og hlúa að okkur. Það er gott að finna kærleika í verki „.

Í Mið-Asíu, í Írak og Sýrlandi hafa fjölskyldur neyðst til að flýja heimili sín vegna hryðjuverkahópa sem eira engu. Biblíufélögin veita aðstoð, útvega skýli og allar nauðsynjar.

Sameinuðu Biblíufélögin styðja við flóttamannahjálp í Írak og á Sýrlandi og er Hið íslenska biblíufélag meðal þátttakenda. Hægt er að styðja við verkefnið.
Reiknisnúmer Biblíufélagsins er: 0101-26-3555 og kennitalan 620169-7739.

Mynd:  Fórnarlamb stríðs í Mið- Austurlöndum.