Adam Lewis Greene, höfundur Bibliotheca-verkefnisins, fékk þá áhugaverðu hugmynd að búa til fjögurra binda Biblíu, útgáfu þar sem Biblían var sett upp á líkt og auðlæsileg skáldsaga án allra tilvísana, versanúmera og kapítula. Verkefnið fjármagnaði hann í gegnum Kickstarter sem er hópfjármögnunarsíða svipuð og Karolina Fund. Þar er hægt að styrkja fjárhagslega verkefni sem fólki finnast áhugaverð.
Biblía þessi vakti gríðarlegan áhuga fólks og söfnunin náði 1,4 milljónum bandaríkjadollara og þar með náði herferðin því að vera ein sú öflugasta hjá Kickstarter á árinu 2014. Yfir 15.000 aðilar styrktu verkefnið.

Bibliotheca útgáfan var prentuð í þýskri prentsmiðju sem þurfti að endurnýja tækjabúnað sinn til að vinna verkið. Það olli nokkrum töfum. Nú hafa 150.000 eintök verið sett í 40 feta gám sem fluttur var sjóleiðis til Bandaríkjanna í október og er áætlað að bókunum verði dreift í desember. Þessi gerð Biblíunnar hefur skipað sér sess sem álitlegur valkostur fyrir lesendur. Hægt er að sjá allar upplýsingar um bækurnar og kynningu frá hönnuði bókanna Adam Lewis Greene hjá útgáfufyrirtækinu http://www.bibliotheca.co/#about

Að breyta Biblíunni frá hinu kunnuglegu blaðsíðum með tilvísunum yfir í forsnið sem minnti meira á skáldsögu reyndist vera mun flóknara verk en að fjarlægja aðeins skiptingar í kapítula, versanúmer og neðanmálstilvísanir. Auk þess að koma skipan á hönnun og efnistök, þurfti teymið sem vann að verkefninu að velja hvernig ætti að fara með texta sem lesendur hefðu séð óbreyttan mann fram af manni. Teymið kom sér saman um hvernig ætti að raða niður einstökum ritum Biblíunnar án dæmigerðra skiptinga. Til dæmis voru kaflar úr Jesaja venjulega prentaðir eins og prósaljóð, en fengu nú línuskil eins og venjuleg ljóð, sem endurspeglaði betur hebresku forskriftina, að sögn Greenes.

„Ég átti ekki von á því í þessu ferli, að aðdáun mín og lotning fyrir textanum myndi dýpka svona eins og gerst hefur — kannski tífalt,“ sagði Adam. „Þessar bókmenntir eru svo flóknar og margslungnar. Því dýpra sem ég gref, þeim mun meira uppgötva ég.“

Sjá nánar á http://www.christianitytoday.com/ct/2016/november-web-only/kickstarter-bibliotheca-million-dollar-bible-is-finally-fin.html