Í tilefni af 200 ára afmæli Hins norska biblíufélags var haldin biblíuhátíð dagana 16. -23. október í Eidsberg í Noregi.

Þema hátíðarinnar sem stóð í heila viku var „Biblían spjaldanna á milli“. Haldið var biblíumaraþon þar sem lesið var upp úr Biblíunni í 87 ½ tíma og í allt tóku 160 einstaklingar þátt í upplestrinum. Fyrst las hin tíu ára gamla Hanna Eriksen en hún las fyrstu Mósebók, 1-10, síðan tók sóknarnefndaformaðurinn við lestrinum. Menningarhúsið í Eidsberg var fullt af fólki sem kom til að hlusta á upplestur Biblíunnar og horfa á myndlistarsýningu sem sett var upp með myndverkum eftir Nelly Bubes en hún var fengin til að mála málverk með tilvísun í Biblíuna fyrir Hið norska biblíufélag í tilefni afmælisársins. Nelly Bubes er listakona frá  Kasakstan.

„Helgimyndir kasakstanska listamannsins sem sækir efnivið sinn til Biblíunnar urðu til þess að söfnuðurinn var staddur mitt í atburðarás sögunnar við fyrirlesturinn,“ sagði Solfrid Leinebø Seljås en hún er sóknarprestur í Eidsberg og Mysen sókn.

Á bókasafni staðarins var önnur listasýning en þar hafði verið safnað gömlum málverkum í einkaeigu þar sem vísað er í Biblíuna.

Á hátíðinni voru einnig fyrirlestrar en Hans Johan Sagrusten hélt erindi um spennandi sögu handrita sem textar Biblíunnar byggja á en Hið norska biblíufélag gaf einmitt út bók hans með því efni. Einnig hélt Torbjørn Greipsland erindi sem nefndist „Hvaða merkingu hefur Biblían fyrir norska brottflutta einstaklinga ?

Hátíðinni lauk með guðsþjónustu í Mysenkirkju á sunnudeginum og þar tók fjöldi fólks á öllum aldri þátt. Safnað var fyrir Biblíum til Kúbu.
Hátíðin tókst vel og allir voru ánægðir.