Á fátækari svæðum heims, eins og Hmong-héraði í Laos, hefur fagnaðarerindið um kærleika og frið Guðs haft áhrif á líf allra íbúa þorps nokkurs. Og einmitt af þrá og löngun þorpsbúa eftir Guðs orði og fjölda þeirra sem tekið hafa við boðskapnum, þá vantar fólkið Biblíur.

Presturinn Va Cha, sem stofnaði kirkju á svæðinu, segir: „Við höfum einungis fimm Biblíur í kirkjunni okkar – og þær nægja ekki fyrir þennan mikla fjölda fólks. Við leggjum áherslu á að fólk geti lesið orð Guðs á sínu eigin móðurmáli og þess vegna kennum við börnunum okkar að lesa tungumálið sem talað er í Hmong héraði, en okkur vantar Biblíur. Það er okkar draumur að hver manneskja sem er kristin geti átt Biblíu á sínu móðurmáli.

Biblían er bænasvar, sérstaklega fyrir stálpuð börn eins og Loe. Þegar hún var mjög ung dó móðir hennar. Loe býr með föður sínum í litlu tréhúsi og vegna þess að faðir hennar vinnur næturvinnu, þá er Loe ein heima daglangt.

En Loe fékk gefins Biblíu frá ameríska biblíufélaginu og það hefur gefið henni mikinn styrk.

„Biblían hefur mikla þýðingu fyrir mig, Jesús sagði okkur að vera ekki hrædd, þannig að þegar ég finn fyrir hræðslu man ég eftir þessum orðum. Þegar ég er áhyggjufull koma orð Biblíunnar í huga minn og ég þakka Guði fyrir Biblíuna mína og það tækifæri sem mér var gefið, að fræðast um boðskap hennar.“

Hið íslenska biblíufélag tekur virkan þátt í starfi Sameinuðu biblíufélaganna sem styður þýðingarstarf fyrir Biblíur um heim allan, m.a. til Laos.
Ef þú vilt leggja hönd á plóg, munum þá að margt smátt gerir eitt stórt.

Kt. 620169-7739
Reikningur 0101-26-3555
skýring: Laos