Sunndaginn 9. október lýkur listahátíð Seltjarnarneskirkju ,,Fjöll og trú“ með hátíðarsamkomu kl. 16.00 en hátíðin hófst 25. september síðastliðinn. Á hátíðarsamkomunni mun biskup Íslands og forseti Hins íslenska biblíufélags Agnes M. Sigurðardóttir flytja erindið ,,Trú í návist vestfirskra fjalla“. Nemendur úr Lúðarblástursdeild Tónlistarskóla Seltjarnarness munu spila og félagar úr Kammerkór kirkjunnar syngja og leiða almennan safnaðarsöng undir stjórn Friðriks V.  Stefánssonar. Boðið verður upp á léttar veitingar í safnaðarsal kirkjunnar.
Þess má geta að á hátíðinni er málverkasýning og verður hún opin til loka október, alla daga kl. 14-17 en þar eru sýnd verk eftir þekkta listmálara.
Nánar má kynna sér dagskrána hér http://www.seltjarnarneskirkja.is/images/2016/listahatid_2016.pdf

Verið öll innilega velkomin!