Ákallaðu Guð þegar þú þráir samfélag vina- Hugleiðing eftir Nicholas Hemming.

Jæja, það er nefnilega það, hugsaði ég. Enn einn fallegur laugardagsmorgunn og ég get hvergi verið.

Nokkrum vikum áður hafði ég flutt til uppáhaldsborgar minnar á besta tíma ársins. Ég bjó skammt frá ströndinni. Og ég græddi ferðir með neðanjarðarlest frá uppáhaldsíþróttavöllunum mínum. Samt þekkti ég engan — og dögum saman velti ég því fyrir mér hvort ég gæti nokkurn tímann verið eins og heima hjá mér.

Þar sem ég glímdi við einmanakennd mína, einsetti ég mér að leita Guðs í bæn. Þegar ég var einmana — er  ég íhugaði hvort ég gæti fundið vinahóp — bað ég Guð um að sjá mér fyrir friði, hugrekki og flóttaleið undan kvíða mínum.

Eftir því sem vikurnar liðu, fór mér að finnast ég tengjast nýju heimkynnunum betur. Og loks hitti ég kærleiksríkan vinahóp sem bætti úr brýnni þörf fyrir samfélag. Í dag lít ég glaður um öxl á reynslu mína; ég finn enn fyrir spennu vegna forsjónar Guðs fyrir mér.

Hvað með þig? Finnst þér þú vera einmana um þessar mundir?

Líkast til getur þú fundið samsvörun við reynslu mína og átt eftir að mynda ný vinatengsl eftir að hafa flutt til nýrra heimkynna. Ef til vill ert þú þér meðvitandi um félagsleg tengsl þín og verð tíma þínum í einrúmi.  Kannski felur óskipulagt líf þitt það í sér að þú getur ekki hitt fólk.

Hverjar sem kringumstæður þínar eru, þráir þú að mynda tengsl. Og þú þráir að brosa, hlæja og deila sögum í góðra vina hóp.

Á slíkum stundum hvet ég þig til þess að leita Guðs í bæn. Eins og Jóhannes skrifar: „Ef við biðjum um eitthvað eftir hans vilja, þá heyrir hann okkur“ (1.Jóh 5.14b). Þessar fjórar bænir ýta þér af stað:

Drottinn, ég er einmana í dag. Hjálpaðu mér að upplifa nálægð þína.

Sú þekking er undursamlegri en svo að ég fái skilið, of háleit, ég er henni eigi vaxinn.Hvert get ég farið frá anda þínum, hvert flúið frá augliti þínu? Slm. 139.6-7.

Drottinn, mér finnst ég vera fastur á þessum stað. Það er langt síðan ég hef átt þétt og traust samfélag við vini. Svalaðu þörfum mínum.

Hyggið að hröfnunum. Hvorki sá þeir né uppskera, eigi hafa þeir forðabúr eða hlöðu og Guð fæðir þá. Hve miklum mun eruð þér fremri fuglunum! Lúk, 12.24.

Drottinn ég er altekinn kvíða. Fylltu mig friði þínum.

Frið læt ég yður eftir, minn frið gef ég yður. Ekki gef ég yður eins og heimurinn gefur. Hjarta yðar skelfist ekki né hræðist. Jóh. 14.27.

Drottinn, ég lofa þig vegna þess að þú elskar mig og vilt mér ætíð allt hið besta.

Nei, í öllu þessu vinnum við fyllsta sigur í krafti hans sem elskaði okkur. Því að ég er þess fullviss að hvorki dauði né líf, englar né tignir, hvorki hið yfirstandandi né hið ókomna, hvorki kraftar, hæð né dýpt né nokkuð annað skapað muni geta gert okkur viðskila við kærleika Guðs sem birtist í Kristi Jesú, Drottni vorum.  Róm. 8.37-39.

Nicholas Hemming starfar hjá Hinu bandaríska biblíufélagi. Sem barn í suðurhluta New Hampshire ólst hann upp við að kanna ókunnar byggðir meðfram klettóttri strönd Nýja-Englands. Þótt hann búi nú í Fíladelfíu, heldur hann áfram að svala forvitni sinni með því að skoða heimahaga sína — auk borga, bæja og landa handan þeirra.