Stríðið í Sýrlandi og Írak verður til þess að margt fólk leitar að tilgangi lífsins. Margir finna hann í trúnni á Jesú. Biblíufélögin þarfnast þín til þess að hægt sé að útvega öllum, sem vilja vita út á hvað kristin trú gengur, nógu margar Biblíur. Margt kristið fólk hefur misst aleigu sína og vill nú gjarnan eignast Biblíu til þess að öðlast þrótt til nýs lífs. Þau sem áður voru aðeins kristin að nafninu til, vilja nú kunngjöra trú sína. Það liggur á!

Samira dvelur núna í Amman, höfuðborg Jórdaníu. Ásamt eiginmanni og tveimur börnum hafði hún flúið úr þorpi fyrir utan Mósúl, fyrst til Erbil og síðar til Amman. Þegar Íslamska ríkið réðist inn í bæinn máluðu liðsmenn þess arabíska bókstafinn nún (N) sem táknaði Nasarei á húsið hennar, til merkis um að fjölskyldan væri kristin. Skilaboðin voru skýr: Flýið — eða þið verðið drepin. Þúsundum saman þurftu kristnir menn, karlar og konur, þar á meðal Samira og fjölskylda, að yfirgefa allt og koma sér í öruggt skjól. Sá dómur var fjölskylduföðurnum um megn — hann lést eftir að þau komu til Amman.

George, sem fer fyrir biblíustarfinu í Sýrlandi, hefur ætíð á meðan stríðið hefur staðið yfir haft opið í biblíubúðunum tveimur á hverjum degi nema á sunnudögum og nokkrum sinnum á þriggja daga tímabili þegar styrjöldin hefur verið of grimm. George segir aðeins að það sé ámóta hættulegt að vera heima og í vinnunni.

Sameinuðu biblíufélögin hafa stutt fjárhagslega við bakið á þeim.

„Mikilvægasti stuðningurinn sem þið veitið okkur felst í fyrirbæninni og þegar við erum í hættu finnum við að einhver er að biðja. En við þökkum einnig fyrir hinar fjölmörgu Biblíur sem þið hafið stutt okkur með öll þessi ár.“ Margir spyrja mig hvers vegna þeir flýja ekki bara. Og George segir: „Ég gleymi því aldrei þegar ég mætti Jesú fyrst og hann fékk stað í hjarta mínu. Einmitt þess vegna sinni ég þessari þjónustu. Ég er Sýrlendingur. Þetta er fólkið mitt og mín er þörf hér. Þannig er það hjá okkur öllum sem stöndum í þessari baráttu.“

Hið íslenska biblíufélag hvetur þig til að styðja við kaup á Biblíum fyrir fólkið í Sýrlandi.
Munum að margt smátt gerir eitt stórt.

Hringdu í s: 9001100 og þú gefur 2000 krónur til Biblíukaupa eða
í s: 900 1200 og gefðu 4000 krónur

Einnig er hægt að leggja inn á reikning Biblíufélagsins
Reikningsnúmer:0101-26-3555
kt. 620169-7739