Þann 8. september var alþjóðlegur dagur læsis. Læsisstarf Sameinuðu biblíufélaganna hefur opinberlega verið viðurkennt af UNESCO, sem biblíufélögin eiga samstarf við um ráðgjöf.
Að mínu mati
Emad, framkvæmdastjóri læsisverkefnis Hins egypska biblíufélags, hafði gert ráð fyrir því að hitta stuðningsfulltrúa í klaustri nokkru og að þeir færu þaðan saman til eins af þorpunum til þess að heimsækja skólabekk. Stuðningsfulltrúinn tafðist og kom klukkustund síðar. Þegar hann kom, hringdu þeir í húsið þar sem bekkurinn hittist til þess að kanna hvort drengirnir væru ennþá þar. „Já, þeir bíða,“ var svarað.
Þegar þeir komu í þorpið, spurði Emad einn drengjanna: „Hvers vegna biðuð þið?“ „Mér finnst verkefnið skemmtilegt,“ svaraði hann. Emad hélt sig skynja út frá tónfalli hans og orðum að verkefnið væri í raun ekki svo sérstakt eða mikilvægt, að honum þótti lítið til þessa verkefnis koma svo að hann sagði til að vekja viðbrögð drengsins: „Tja, ég held raunar ekki að það sé þess virði.“ Ungi drengurinn horfði þá beint framan í hann og sagði eindregið: „Að mínu mati er þetta frábært verkefni.“
Emad var hæstánægður með svar drengsins. Eitt þeirra grunngilda sem er kennt og lögð er áhersla á í verkefninu er mikilvægi þess að sýna virðingu, hlusta á aðra, og ennfremur að geta af sjálfsöryggi og sagt það sem þeim býr í brjósti. Nemendur eru gæddir þeim hæfileika að geta rætt og útskýrt hugsanir sínar án þess að ráðast á aðra. Þeim er kennt að nota setningar á borð við: „Ég hugsa/tel/held…“ eða: „Að mínu mati…“ eða: „Samkvæmt því sem ég trúi…“ Þessi ungi nemandi hafði gert sér skýra grein fyrir því hvernig þetta verkefni hafði mótað hugsanir hans og andsvör.
Þegar nemendur, bæði yngri og eldri, komu að þessu verkefni í fyrsta skiptið, hafði meirihluti þeirra lítið umburðarlyndi eða gat naumast rætt málin. Á öllum sviðum lífsins er þess ekki vænst af fólki í þessu samfélagi að það geti varpað fram spurningum eða verið ósammála. Samt er notast við þátttökunálgun í verkefninu og oft og einatt í kennslustundinni er þess vænst af nemendum að þeit ræði málin og taki ákvarðanir, bæði sem hópar og sem einstaklingar.
Nemendur eru beðnir um að tilgreina þau orð í kaflanum sem þeim reynist erfitt að skilja og bera saman bækur sínar, velja í stað þeirra einfaldara orðalag og þýða þannig textann upp á nýtt. Mismunandi fólk notar ólík orð, og úr verða miklar umræður. Ekki eru öll orð viðurkennd; en samt sem áður er hægt að viðurkenna umorðun á fleiri en einn veg.
Síðar endursegja nemendurnir söguna í kaflanum með sínu eigin orðalagi. Enn á ný eru allar athugasemdir vel þegnar og nemendum er kennt að hlusta með virðingu á túlkun annars aðila, þó svo að hún sé frábrugðin þeirra eigin.