Hvítasunnukirkjan á Íslandi leiðir verkefni sem heitir Guð er ekki dáinn en það er verkefni sem snýst um að rökstyðja trú á Guð og hvetja fólk til að skoða heimsmynd sína. Það er ekki hægt að sanna að Guð sé til. En það er heldur ekki hægt að afsanna að Guð sé til. Tilgangur verkefnis er m.a.:

•    Að þeir sem vilja trúa en hafa efasemdir um að Guð sé raunverulegur sjái að trú á Guð byggir á traustum rökum.
•    Að þeir sem trúa en eiga erfitt með að miðla því til annarra fái sterkari grunn, hvatningu og þjálfun til þess.
•    Að þeir sem efast mjög um Guð líti á hina hliðina og efist um efa sinn um Guð.
Á námskeiðinu er fjallað um Biblíuna og þann boðskap sem hún flytur okkur.

Hér er hægt að nálgast upplýsingar um verkefnið guderekkidainn.is

Hér er hægt að sjá fyrstu kennslustund http://filadelfia.is/theme/57cc18d7f626e488398d078b

Einnig má sjá kennslu frá Hvítasunnukirkjunni á Selfossi
http://selfossgospel.is/index.php/kirkjan/pistill/103-soenn-tru-er-ekki-blind