Vigdís V. Pálsdóttir er áhugaljósmyndari sem hefur góðfúslega veitt Biblíufélaginu leyfi til að birta ljósmyndir hennar á heimasíðu og facebook síðu félagsins. Vigdís hefur haldið nokkrar sýningar á myndum sínum og hlotið mikið lof fyrir. Hún tók þátt í ljósmyndasamkeppni Biblíufélagsins í fyrra og hreppti þar þriðju verðlaun.
Stjórn félagsins þakkar Vigdísi innilega fyrir.