Í Kína sigraðist kona nokkur á óvinveittum aðstæðum svo hún gæti lagt stund á Orð Guðs.

Þar sem Liu stóð fyrir framan kórinn í kirkjunni gat hún ekki annað en brosað út að eyrum. Til hliðar við hana dreifði lið presta — sem boðið hafði verið af kínversku kirkjunni — Biblíum til trúsystkina hennar. Hún horfði á karla, konur og börn taka við Biblíum, hneigja sig og byrja að fletta í þeim.

Fyrir Liu var þetta mikill merkisatburður þennan dag. Rétt fyrir 97. afmælis-daginn sinn átti hún eftir að lesa  — eða jafnvel handleika sína eigin Biblíu. Þá afhenti prestur að nafni Timothy henni glænýtt eintak af Orði Guðs, gjöf sem var möguleg fyrir tilstilli örlátra styrktaraðila Hins bandaríska biblíufélags.

Þegar Liu tók við Biblíunni sinni, gerði Timothy hlé til þess að láta taka mynd af sér með henni. Hann mælti fáein orð til Liu áður en hann dreifði Biblíum til þeirra sem eftir voru í söfnuðinum. En er hann hélt aftur til fundar við söfnuðinn, gat hann ekki hætt að hugsa um Liu og sólskinsbrosið hennar. Hann sneri sér því aftur til hennar við lok athafnarinnar og hann fýsti að heyra ævisögu hennar. Liu féllst á að deila henni með honum.

Fyrir tæpri hálfri öld kom fjölskylduvinkona til Liu og spurði hvort hún vildi taka þátt í bæn með sér. Þó svo að Liu hefði aldrei beðið áður — og þrátt fyrir að opinber iðkun kristinnar trúar í Kína væri refsiverð á þessum tíma — drúpti Liu höfði. Eftir bænina opnaði vinkona hennar Biblíuna og hóf að lesa úr henni. Þessi reynsla hreyfði við Liu.

„Ég trúi á Jesú,“ mælti Liu eftir að hafa heyrt vinkonu sína lesa úr Ritningunni. „Ég vil verða kristin.“

Vinkona Liu varaði hana við aðsteðjandi hættu — á ofsóknum, þörf á leynd, á þeim ótta sem gæti farið vaxandi. En Liu vildi samt fylgja Jesú. Í von um að læra meira hóf hún að sækja reglulega fundi með fimm öðrum kristnum manneskjum í þorpinu sínu. Á þessum samverustundum, sem oft voru haldnar í skjóli nætur, söng áttræð kona, með sjaldgæfa, handskrifaða Biblíu, sálma og las upphátt úr Ritningunni.

Þar sem Liu hitti kristin trúsystkin sín, minntist hún þess að hafa látið sig dreyma um þann dag, þar sem hún gæti haldið á, lesið í og glaðst yfir glænýju eintaki af Biblíunni.

Núna, þegar Liu er komin hátt á tíræðisaldur, hefur draumur hennar ræst. Eftir að hafa áratugum saman hlustað á aðra lesa úr Orði Guðs, getur hún lesið Biblíuna upp á eigin spýtur og á sínum forsendum.

„Hún er það verðmætasta sem ég á,“ segir Liu. „Ég met Biblíuna mína mikils.“

Hægt er að taka þátt í að deila Orði Guðs þar sem þess gerist mest þörf.

Biblíur til Kína

Hið íslenska biblíufélag
Reiknisnúmer 0101-26-3555
Kennitala 620169-7739