Hvernig ungur drengur leitaði til Biblíunnar til þess að sigrast á sálrænum áföllum fortíðar.
Kiho, sem hér tekur þátt í læknismeðferð vegna sálrænna meina, hefur notað Orð Guðs til þess að sigrast á andlegum áföllum fortíðarinnar.
Kiho, tíu ára drengur frá austurhluta Úganda, sat þögull í lítilli skólastofu. Stuðningsfulltrúar úr biblíutengdu áfallateymi — ætluðu ungum fórnarlömbum hörmunga og misnotkunar — brostu til hans. Stuðningsfulltrúarnir fundu á sér að hann hafði sögu að segja. Þeir vissu bara ekki hvernig þeir ættu að ná til hans.
Að lokum fór Kiho að hágráta og hóf að segja sögu sína.
Rúmum áratug áður hafði móðir Kihos eignast hann með öðrum manni á meðan eiginmaður hennar hafði þjónað í úgandíska hernum. Þegar eiginmaður hennar sneri aftur eftir herskyldu, hét hann því að vera áfram með henni, en aðeins ef hún skildi Kiho eftir. Hún féllst á það.
Kiho, sem átti hvergi húsaskjól, flutti til frænda síns. En lífið á nýja heimilinu reyndist vera þyrnum stráð. Hann klæddist sömu fötunum dag eftir dag, hann flosnaði upp úr skóla og hann rótaði í yfirgefnum görðum, mörkuðum og heimilum í leit að mat.
Eftir að hafa árum saman lifað í slíku umkomuleysi mætti Kiho á námskeið í sálrænum áföllum. Samverur af þessum toga eru reglulega haldnar í Úganda og á svæði hinna miklu vatna í Afríku. Svo er fyrir að þakka örlátum styrktaraðilum Hins bandaríska biblíufélags.
Það hjálpaði Kiho að berjast við tárin og deila þessari sögu. En hann þurfti að leggja lækninguna í hendur Guðs. Ásamt öðrum börnum, sem sóttu þessa samveru og höfðu safnast saman í kringum hann, bað stuðningsfulltrúi fyrir Kiho. Þessi reynsla hafði áhrif á hann fyrir lífstíð. Hann hóf að taka þátt í skólastarfinu.