Stríðið í Sýrlandi hefur nú staðið yfir í fimm ár. Tæpar 12 milljónir manna eru hraktar á flótta, nærri 8 milljónir halda sig enn í landinu. Margir lifa við skelfileg kjör. Samkvæmt Sameinuðu þjóðunum er talið, að rúmlega 250.000 manns séu drepin. Þetta eru mestu mannréttindahörmungarnar á síðari tímum.
Synne Garff, fulltrúi alþjóðaráðs danska biblíufélagsins skrifar:
Um daginn hitti ég hitti ég nokkra nána samstarfsmenn Biblíufélagsins frá Aleppo í Líbanon. Þessir kristnu Sýrlendingar hafa valið að búa í heimalandi sínu. Þeir höfðu setið í bíl í 8 klukkustundir. Eina stundina voru þeir staddir á svæði, þar sem eldflaugarnar sprungu, þá minnst varði. Á næsta augnabliki sátu þeir ásamt mér í klaustri, þar sem kyrrðin virtist næstum því vera eins og ringulreið og minnti á það allt, sem einu sinni var. Nýlega hafði eiginkona annars mannsins, sem dreifði Biblíum, sagt upp störfum, þegar eldflaug þaut í gegnum gluggann og eyðilagði skrifstofurnar.
„Svona er venjulegur dagur hjá okkur,“ sagði hann og sendi mér augnaráð, sem bar með sér of margar, hræðilegar minningar. Hann blaðraði í farsímann sinn og sýndi mynd af gjöreyðilögðum vinnustað eiginkonunnar.
Hinn maðurinn sem dreifði Biblíum var ungur, nýskriðinn á fertugsaldurinn, kvæntur og átti eitt barn. Hann kom úr vel stæðri fjölskyldu, hafði hlotið góða lögfræðimenntun og hafði árum saman stundað nám í útlöndum.
„Hann sagði að fjölskylda sín hefði aldrei liðið skort. En nú er óhagstætt að vera lögmaður, og við höfum ekki lengur þau úrræði, sem við höfðum eitt sinn.“
Göfugt málefni, hlaðið merkingu
Lögmaðurinn var skipaður í stöðu innan kristinna samtaka, þar sem eitt verkefnanna var að fá Biblíur sendar út til Sýrlands.
„Já, hver hefði getað trúað því?“ sagði hann og brosti hlýlega.
Lögmaðurinn kom oft með fjölskylduna sína í kirkju staðarins, og það var þar sem atvinnumöguleikinn opnaðist. Og jafnvel þótt hann saknaði stöðu sinnar sem lögmanns, var hann þakklátur fyrir starf sitt við dreifingu Biblíunnar.
„Þetta er vissulega göfugt málefni, hlaðið merkingu. Aðstæðurnar í Aleppo eru skelfilegar. Samlandar mínir þjást, ég hef sjálfur upplifað grimmileg atvik og hef af og til íhugað að ferðast til Kanada, því að ég vil gjarnan gæta dóttur minnar og eiginkonu. En þá mun ég ferðast nauðugur. Sýrland er heimaland mitt, mér er það alveg morgunljóst, að það er ekki auðvelt að skjóta rótum sínum í nýju landi á mínum aldri.“
Margir vina lögmannsins eru farnir og skilja ekkert í því að hann verði um kyrrt.
„Ég er Sýrlendingur. Nú er köllun mín sú að fá Biblíur til Sýrlands. Mín er þörf. Eftirspurn eftir Biblíum er sannarlega yfirþyrmandi. Það er ólýsanleg þörf á huggun, og margir kristnir menn leita til kirkjunnar til þess að sækja styrk í hinu trúarlega tómarúmi. Þar get ég hjálpað til. En ég verð að gæta mín, því að þetta er hættulegt starf. Maður getur hæglega lent í hringiðunni.“
Finna von mitt í vonleysinu með Biblíunni
Þéttur hópur Sýrlendinga ferðast víðs vegar um Sýrland og dreifir Biblíum. Nokkrir halda inn á svæði í fremstu víglínu þar sem hætt er við mannránum. Þeir taka strætisvagna, fá far með vörubílum og fara þess á milli fótgangandi með fulla kassa af Biblíum. Eitt það versta eru leyniskytturnar sem hleypa af , þegar minnst varir. Þessum hugrökku mönnum, sem dreifa Biblíum, finnst þeir stundum vera gjörsamlega máttvana í flóknu og grimmilegu stríði, sem þeir eru neyddir til að vera hluti af. En með því að dreifa Biblíum er til einhvers unnið.
En eru Biblíurnar raunverulega lesnar? Að sjálfsögðu spyrja flóttamenn, hvar hinn almáttugi og góði Guð er. Efinn og vanmátturinn segja til sín, þegar kúlurnar þjóta við eyrun, hús hrynja og ástvinur hverfur. En í starfi mínu með flóttamönnum hitti ég oft fólk, sem heldur því fram, að Guð sé greinilega til staðar í þjáningunum, að Guð sé með því þegar það leitar hans. Biblían gegnir miklilvægu hlutverki, þegar fólk á að finna von mitt í vonleysinu. Í flóttamannabúðum í Líbanon ræddi ég við sýrlenska flóttamenn, sem róuðust við að hlusta á biblíusögur fyrir svefninn.
Fjöldi kirkjuleiðtoga í Sýrlandi segir berum orðum, að það sé sérstök þörf á barnabiblíum, svo að sýrlensk börn fái tækifæri til að heyra um frið, sáttargjörð, miskunn og kærleika í heimi sem er fullur af því gagnstæða.
Undanfarin ár hefur tekist að fá þúsundir Biblía til illfærra og hrjóstrugra svæða í Sýrlandi. Því er að þakka hugrökkum kristnum mönnum, sem starfa á svæði, þar sem enn eru tæp 5% kristinna manna eftir.
Biblíufélagið á Íslandi styður við verkefnið Biblíur til Sýrlands. Þörfin er mikil. Biblían breytir sannarlega lífi fólks.
Fjárhagsleg aðstoð:
Hið íslenska biblíufélag
Reiknisnúmer 0101-26-3555
Kennitala 620169-7739