Anne Lise Marstrand-Jørgensen hlýtur verðlaun Hins danska biblíufélags fyrir skáldsöguna Drottningin af Saba og Salómon konungur — efnismikla og ríkulega skáldsögu, þar sem frásaga Gamla testamentisins er samtímis endurrituð og endursögð.
Anne Lise Marstrand-Jørgensen hefur rækilega rannsakað bæði Gamla testamentið og hina eþíópísku drápu Kebra Nagast, og lesandinn er í góðum höndum hjá afburðasögumanni, sem víða leitar fanga.
Anne Lise Marstrand-Jørgensen fær einmitt verðlaun Biblíufélagsins fyrir að leggja sitt af mörkum með svo stórfenglegum hætti til þess að halda biblíusögunum lifandi, já, fyrir framlag sitt til biblíumenntunar hjá breiðum lesendahóp. Þegar maður hefur lesið skáldsögu Anne Lise Marstrand-Jørgensen, leikur ekki nokkur einasti vafi á því, að þessi biblíusaga getur einnig flutt boðskap sinn inn í samhengi okkar og tíðaranda.
Sjálf segir Anne Lise Marstrand-Jørgensen:
„Biblíusögurnar eru gott dæmi um menningarlegan og sögulegan arf, sem við fáum alls ekki skilið til fulls. Þær veita okkur fullvissu um það, út frá hvers konar hefð við erum sköpuð, og hvert við eigum rætur að rekja.“
Anne Lise Marstrand-Jørgensen er fædd árið 1971 og hlaut brautargengi árið 2009 með sögulegri skáldsögu sinni, Hildegard (Hildigerði). Drottningin af Saba og Salómon konungur, sem kom út árið 2015, er nýjasta bók rithöfundarins.
Allt frá árinu 2005 hefur Hið danska biblíufélag veitt þeirri manneskju verðlaun, sem á sérstaklega framsækinn hátt hefur fært Biblíuna nær samfélaginu. Verðlaunin samanstanda af 10.000 dönskum krónum og innrammaðri blaðsíðu úr Biblíu Kristjáns III. Danakonungs frá árinu 1550. Áður hafa meðal annarra Bjarne Reuter og Sigurd Barrett hlotið þessi verðlaun.
Verðlaun Hins danska biblíufélags eru fjármögnuð af umframtekjum vegna sölu og bókaútgáfu Biblíufélagsins.