Framkvæmdastjóri Hins íslenska biblíufélags, Ragnhildur Ásgeirsdóttir er þessa dagana í heimsókn hjá norska biblíufélaginu. Í dag fékk hún að kynna sér nýjustu útgáfur Verbum forlagsins. „Tímalínan“ er fræðsluefni fyrir börn en Verbum forlagið leggur mikla áherslu á Biblíufræðslu fyrir börn.
„Tímalínan“ er hugmynd þar sem atburðir Biblíunnar eru settir upp í tímalínu. Tímalína Nýja testamentisins hefst á fæðingu Jesú og endar á fyrirheitinu um nýjan himinn og nýja jörð. Í fræðslunni er lögð áhersla á að börnin sjái sögurnar í samhengi til að dýpka skilning þeirra á sögum Biblíunnar. Börnin virða fyrir sér sex metra tímalínu, skoða myndir um leið og sögurnar eru sagðar.
Hægt er að kynna sér þetta nýja efni á heimasíðu norska biblíufélagsins http://http://www.bibel.no/