Í ár eru 200 ár liðin frá stofnun Hins norska biblíufélags. Aðal hátíð ársins verður haldin í Oslo frá 26. maí -29. maí. Framkvæmdastjórar biblíufélaganna á Norðurlöndum og fulltrúar Sameinuðu biblíufélaganna munu samfagna með Norðmönnum þessa daga, fjölbreytt og mikil dagskrá verður í boði, jafnt fyrir unga sem aldna. Meðal annars verður boðið upp á tónleika, sýningar, fyrirlestra og hátíðarguðsþjónustu. Það verður því mikil hátíð næstu daga í Osló.

Norska biblíufélagið hefur undirbúið ýmislegt til að minna á stórafmælið og sem dæmi hafa verið hengdir upp ritningarstaðir á strætisvagna og í lestum. Þetta hefur vakið jákvæð viðbrögð hjá almenningi.

Við óskum Biblíufélaginu í Noregi hjartanlega til hamingju með 200 ára afmælið.

Á heimasíðu þeirra má sjá dagskrá næstu daga http://www.bibel.no/