Hvers vegna er mikilvægt að geta lesið Faðir vorið og Biblíuna á sínu eigin móðurmáli?

Eitt er að geta lesið í Biblíunni, annað er að geta lesið Biblíuna á sínu eigin móðurmáli. Einmitt þannig standa orð Biblíunnar okkur nærri með alveg sérstökum hætti.

Biblíufélög heimsins standa frammi fyrir því stóra verkefni að gefa eins mörgu fólki og mögulegt er kost á Biblíunni á því tungumáli, sem stendur hjarta þeirra og tungu næst. En hvers vegna er það svona mikilvægt að geta lesið Biblíuna á móðurmáli sínu? Ímyndaðu þér að þú gætir aðeins farið með Faðir vorið á sænsku. Það myndi ekki ná beint til hjartans. Nelson Mandela sagði:

„Ef þú talar við mann á tungumáli sem hann skilur, skynjar hann það með höfðinu. Ef þú talar við hann á hans eigin tungumáli, nær það til hjarta hans.“

———-
Í heiminum eru 6.887 tungumál, sem töluð eru af rösklega 7,3 milljörðum manna.

• Öll Biblían er til á 563 tungumálum (sem töluð eru af 5,1 milljarði manna).
• Nýja testamentið er til á 1.334 tungumálum (sem töluð eru af 658 milljónum manna).
• Hlutar úr Biblíunni eru til á 1.038 tungumálum (sem töluð eru af 281 milljón manna).
• Enn er Heilög ritning algjörlega óþýdd á 3952 tungumál (sem töluð eru af 497 milljónum manna).
———-
Mikilvægt fyrir sjálfsskilninginn

Biblíufélagið leggur sitt lóð á vogarskálarnar til þess að minnihlutahópar í heiminum geti fengið Biblíuna á sínu eigin tungumáli. Heimamaður nokkur frá sveitaþorpinu Gang Cha í Kína segir svo frá: „Það er ekkert mál fyrir okkur að lesa kínversku — en við Guð tölum við á lisu!“

Biblían leggur sitt af mörkum til þess að styrkja sjálfsmynd og sjálfsskilning minnihlutahópanna, ásamt því að varðveita tungumálin.

Faðir vor er til á 2935 tungumálum
Um þessar mundir er Faðir vor til á 2.935 tungumálum, sem veitir 6,8 milljörðum manna tækifæri til þess að fara með Faðir vor á sínu eigin móðurmáli. Þó eru enn 3952 tungumál til, þar sem ekki er enn til útgáfa af Faðir vorinu.

Þýtt hefur verið á helstu tungumálin, en enn eru til milljónir manna til sem ekki geta lesið Biblíuna á sínu eigin móðurmáli.

Faðir vor
Fadervor         (danska)
أَبَانَا                  (arabíska)
Pater noster      (latína)
אבינו                (hebreska)
主禱文        (kínverska)
Bavȇ me        (kúrdíska)
Отче наш        (úkraínska)
Babamız          (tyrkneska)
Πάτερ ἡμῶν        (gríska)

Styðjum við þýðingarstarf Biblíufélagsins!