Öll verkefni á einu heimskorti
Ghazel og Tasneem hafa flúið frá Homs í Sýrlandi. Leyniskytta hæfði Tasneem í fótinn. Kristnir menn í Mósúl í Írak flýja undan hryðjuverkahópum Íslamska ríkisins (IS). Þeir eru heimilislausir og leita hælis. Heimildamaður Heimsbiblíuhjálparinnar, Tobias Kell, hitti þau að máli í Jórdaníu.
Flótti frá ofbeldi og hryllingi til óvissrar framtíðar
Í fyrsta skiptið á ævinni hitti ég fólk, sem flúið hefur styrjöld. Kristið fólk frá Mósúl í Írak. Það þurfti að yfirgefa heimkynni sín, vegna þess að það vildi ekki snúast til íslamstrúar. Því var hótað ofbeldi, og skotið var að nokkrum manneskjum. Það var í byrjun ágústmánaðar. Fólkið þurfti að leggja af stað í hvelli og gat aðeins tekið það nauðsynlegasta með sér. Síðan flýði það til kúrdísku borgarinnar Erbil og kom um miðjan október til Amman, höfuðborgar Jórdaníu. Ég er ekki viss um það, hvernig mér ætti að vera innanbrjósts í nærveru þess. Hið ytra virðist það bera sig vel, en samtímis skynja ég örvæntingu þess. Foreldrarnir hafa mestar áhyggjur af því, hvernig börn þeirra geta alist upp í öryggi? Hver verður framtíð þeirra?
Hræðsla við veturinn
Fyrsta dag ferðar minnar hitti ég Levon, sem er 28 ára og fjölskyldu hans frá Mósúl. Hann þurfti að horfa upp á nágranna sína drepna af vígasveitum Íslamska ríkisins. Mér er það ljóst, hversu andlega þjakaður hann hlýtur að vera, þar sem hann segir óðamála og svekktur: „Mig langar aldrei aftur tl að búa í arabísku landi. Það er svo grimmdarlegt, sem á sér stað hjá fólkinu í Írak!“ Hann langar til að fara ásamt fjöskyldu sinni til Ameríku. Hingað til hafa þau ekki fengið leyfi til þess. Ég vona svo innilega, að ósk hans rætist. Trú Levons hreyfir við mér, er hann vitnar í Matteusarguðspjall 19:29: „Og hver sem hefur yfirgefið heimili, bræður eða systur, föður eða móður, börn eða akra sakir nafns míns, mun fá allt hundraðfalt aftur og öðlast eilíft líf.“ Mér er það ljóst, hversu mikilvægt Orð Guðs er honum og fjölskyldu hans.
Sr. Sahawneh og Tobias Kell
Síðasta dag ferðar minnar hitti ég hinn hressa prest Nour Sahawnah í Mafraq. Ég spyr, hvert sé brýnasta þarfaverkið í starfi hans. Án þess að hika svarar hann: „Við erum hrædd við veturinn sem framundan er og kuldann. Við erum ábyrg fyrir 1.700 flóttamannafjölskyldum, sem hafa ekki ennþá fengið miðstöð. Til þess að fjölskylda geti þraukað veturinn, þurfum við mat, teppi, hlýjan vetrarklæðnað og miðstöð.
Biðjum fyrir hjálparstarfinu í Jórdaníu.