Þann 23. apríl árið 2016 varð langur, skítugur vegur í Malaví að hátíðarskrúð-gönguleið. Mörg hundruð kristinna manna þrömmuðu syngjandi um göturnar. Konur og börn dönsuðu af gleði. Þetta trúaða fólk hafði safnast saman til þess að fagna afreki, sem lengi verður í minnum haft; Nýja testamentið var loksins aðgengilegt á hjartkæru tungumáli þeirra, lambya.
„Nú er Biblían mætt,“ sagði Robert Mulagha, þýðandi á lambya. „Allir [lambyamælandi] geta lesið Biblíuna á móðurmáli sínu.“
Útgáfa Nýja testamentisins á lambya markaði einnig vatnaskil í þýðingarátaki Biblíunnar á heimsvísu. Lambya varð 1000. tungumálið sem hlaðið var inn í biblíubókasafnið, tölvugagnagrunn biblíuþýðinga. Rösklega 300 af hinum 1000 tungumálum bókasafnsins voru framlög Sameinuðu biblíufélaganna.
Stafræna biblíubókasafnið, sem hleypt var af stokkunum árið 2012 er afrakstur samstarfs sem komið var á fyrir tilstilli Sérhver ættbálkur — Sérhver þjóð, samtök umboðsmanna biblíuþýðinga, en þar á meðal er Hið bandaríska biblíufélag. Bókasafninu er ætlað að vera miðlægur gagnagrunnur fyrir netmiðlun biblíuþýðinga á prent og með sjónrænum og heyrnrænum hætti og það býpður einnig upp á texta fyrir dreifirásir á borð við biblíuappið YouVersion og leitarforritið BibleSearch. Þegar texta hefur verið hlaðið inn í bókasafnið, eru þýðingar sem orðið höfðu að ævistarfi í öruggu skjóli gegn styrjöldum, eldsvoðum og vatnsflóðum.
Þrátt fyrir framþróunina í biblíuþýðingum er verkinu samt fjarri því lokið. Af þeim 7.000 tungumálum sem enn eru töluð, er Ritningin enn óaðgengileg á rösklega 1.700 þeirra. En þar sem þýðendur vinna að því að flytja öllu fólki Orð Guðs, sér Biblíubókasafnið til þess að þýðingar á borð við Nýja testamentið á lambya verði notað og varðveitt um ókomin ár — eitt hinna 1.000 tungumála sem komin eru í hópinn.