Í kvöld, þriðjudagskvöldið 26.apríl kl. 20 verður Biblían á oddinum í safnaðarheimili Kópavogskirkju.

Tveir fyrirlestrar verða í boði. Annars vegar mun stud.theol Sigfús Jónasson fjalla um skoska kristniboðann Ebenezer Henderson og framlag hans til þess að Biblían varð í fyrsta skipti almennings eign á Íslandi. Að þeim fyrirlestri loknum mun mag.theol Viðar Stefánsson fjalla um áhrif úr boðskap Biblíunnar á hið kunna sálmaskáld Sr. Valdimar Briem.

Ákaflega spennandi og forvitnilegt kvöld. Verið innilega velkomin, kaffi og meðlæti í boði hússins.