‘A Common Word Between Us and You’ sem þýða mætti sem „Hið sameiginlega Orð á milli okkar og ykkar“ var í september sent af 138 múslímskum fræðimönnum til allra kristinna leiðtoga heimsins. Í því er kallað eftir meiri skilningi milli kristinna og múslíma á trú hvors annars. Í því er vitnað í ritningarstaði í Biblíunni og í Kóraninum þar sem ljóslega má sjá líkindin í grundvallarkenningum á milli þessara trúarbragða Kristninnar og Íslam. Þar er vitnað í staði í Kóraninum þar sem sagt er að sannleikurinn sem opinberaður var Múhameð spámanni hafi þegar einnig verið gerður ljós spámönnum Gamla testamentisins og Jesú í Nýja testamentinu. Einnig er vitnað í staði þar sem segir að múslímar eigi að koma fram við „fólk Ritninganna“ – bæði kristna og gyðinga – sem samherja og af virðingu því þeir dýrki hin sama Guð.

Bréfið var sent frá „The Royal Aal al-Bayt Istitute for Islamic Thought” í Jórdaníu.

Nánari umfjöllun má finna á slóðinni: http://www.acommonword.com/index.php?lang=en Þar er einnig hægt að lýsa yfir stuðningi við þær áherslur sem koma fram í bréfinu.