Hádegiserindi á Landsbókasafni Íslands – Háskólabókasafni, miðvikudaginn 9. mars 2016, kl. 12:10- 12:40.
Sigfús Jónasson guðfræðinemi flytur erindið „Gullni ljóminn kemur úr norðrinu –
Notkun Ebenezers Hendersons á Gamla testamentinu í Ferðabók sinni“.
Málstofustjóri: Þuríður Björg Wium Árnadóttir, guðfræðinemi.
Boðið verður upp á léttar veitingar að erindinu loknu.
Sigfús Jónasson er 26 ára gamall Akureyringur. Hann flutti til Reykjavíkur árið 2012 og hóf nám í guðfræði við Háskóla Íslands. Sigfús er nú á fjórða ári og mun útskrifast vorið 2017. Sigfús hefur umsjón með sunnudagaskólanum í Áskirkju, er þar í starfsþjálfun og starfar sem sölumaður hjá Advania. Sigfús hefur einnig starfað sem útvarpsmaður í tíu ár.