Það er mikið gleðiefni að útgáfa Biblíunnar frá árinu 2007 er nú loks fáanleg sem rafbók. Útgefandi er sem fyrr JPV Forlag. Það að þessum áfanga sé nú náð er mikið ánægjuefni. Fólk er hvatt til þess að kynna sér þessa nýjung í útgáfu Biblíunnar.

Stjórn Hins íslenska biblíufélags óskar landsmönnum nær og fjær gleðilegra jóla. Megi friður og fögnuður jólanna fylgja ykkur á nýju ári.
Við þökkum stuðning og hvatningu á afmælisári félagsins og biðjum Guð að blessa ykkur öll.

Jólakveðja
Ragnhildur Ásgeirsdóttir, framkvæmdastjóri HÍB