Lokaviðburður Biblíufélagsins á fjölbreytrilegri dagskrá sem staðið hefur allt þetta ár í tilefni 200 ára afmælis Hins íslenska biblíufélagsins voru tónleikar í Dómkrikjunni. Þar var flutt tónlist út af Biblíunni meðal annars ljóðabálkur Páls Ísólfssonar sem saminn var úr Ljóðaljóðunum og Biblíuljóð A. Dvoraks. Magrét Hannesdóttur sópran söng gríðarlega fallega og píanóleikarinn Hólmfríður Sigurðardóttir lék undir af einstakri snilld. Agnes M. Sigurðardóttir biskup kynnti dagskrána og þá tónlist sem flutt var. Þetta voru einstaklega vel heppnaður tónleikar og glæsilegur endir á afmælisári Biblíufélagsins.