Kúba er staðsett við Mexikóflóa og mætast tvö höf við eyjuna, Karíbahafið og Atlantshafið. Þar búa um 11,5 milljónir íbúa. 5,4 milljónir tilheyra rómverks-kaþólsku kirkjunni. 800,000 íbúa eru evangelísk- kristnir. Á Kúbu eru 62 mismunandi kirkjusamfélög. Biblíufélagið á Kúbu er í samstarfi við þau öll.
Orlando Fernandez Guerra (50) er djákni í rómversk-kaþólsku kirkjunni í borginni Havana á Kúbu. Hann hefur borið ábyrgð á biblíuleshópastarfi og bænahópum í kirkjunni sinni. Í Havana og úthverfi borgarinnar eru starfandi 542 slíkir hópar, með sjö til tíu einstaklingum í hverjum hópi, sem koma saman til að lesa í Biblíunni og biðja. Í öllu landinu eru 2330 slíkir hópar.
Orlando sendir vikulega út blað til allra hópanna sem kallast ,,Trúboðinn’’. Hann setur þar upp verkefni fyrir hópana, biblíulestur, sem hóparnir fylgja. Kirkjan hefur fengið jákvæð viðbrögð frá fólki vegna þessa. Margir í biblíuleshópunum koma frá fátækra hverfi Havana þar sem fæstir eiga sína eigin Biblíu. Orlando verður að hafa það í huga þegar hann sendir út biblíulestrana og verkefnin og þá sendir hann gjarnan biblíutextann með sem á að íhuga hverju sinni.
Á Kúbu er mikill skortur á Biblíum. Það eru 62 ólík kirkjusamfélög á Kúbu og þau þarfnast um 950,000 Biblía. Þess vegna eru mörg biblíufélög í heiminum að taka höndum saman og safna Biblíum fyrir Kúbu. Verkefnið heitir ,,Ein milljón Biblía til Kúbu’’ og mun standa yfir í þrjú ár. Biblíufélagið á Íslandi tekur þátt í þessu verkefni nú í ár og á biblíudaginn verður sérstaklega safnað fyrir þessu verkefni í kirkjum og söfnuðum landsins.
Juan De Dios Hernandez Ruiz (65) biskup, tekur undir þörfina fyrir Biblíur á Kúbu.
– Það er næstum ómögulegt að skilja að það séu til kristnir sem ekki þekkja Biblíuna eins og hún er ríkur þáttur í okkar menningu. Kristin íhugun, Lectio Divina, hjálpar fólki til að gefa Biblíunni rúm í lífi þess. Biblían er grundvöllur kristinnar trúar og fyrir trúarlíf sérhvers kristins manns. Orð Guðs virkar í lífi fólks. Hjá kristnu fólki er Biblían eins og súrefni fyrir lungun!
Hægt er að styðja við verkefnið ,,Ein milljón Biblía til Kúbu“ með því að leggja inn á söfnunarreikning félagsins.
0101 26 3555 kt. 620169-7739
Biblíufélagið þakkar innilega fyrir stuðninginn. Munum að margt smátt gerir eitt stórt!