Í gær var haldið málþing á vegum Biblíufélagsins í Háteigskirkju sem bar heitið Biblían okkar og framtíðin. Um 25 manns mættu.
Á málþinginu voru flutt þrjú erindi: Egill Jóhannsson, útgefandi en hann fjallaði um efnið Biblíuútgáfur og framtíðin.
Stefán Einar Stefánsson, guðfræðingur og blaðamaður kynnti starfsemi Sameinuðu biblíufélaganna undir yfirskriftinni Til allra þjóða. Að lokum flutti dr. Karl Sigurbjörnsson, fyrrverandi biskup erindi sem bar heitið, Til hvers Biblían? Til hvers Biblíufélag? Málstofustjóri var Valgeir Ástráðsson.