Vinnan við þýðingu Biblíunnar á ný tungumál heldur sífellt áfram. Bráðum verða til eitt eða fleiri rit í Biblíunni á þrjú þúsund mismunandi tungumálum.
Samkvæmt tölfræðinni frá október 2015 sést að í það minnsta eitt af ritum Biblíunnar hefur verið þýtt á hvorki fleiri né færri en 2932 tungumál. Öll Biblían hefur verið þýdd á 554 tungumál; þetta þýðir að Biblían í heild hefur frá síðasta ári verið þýdd á 23 ný tungumál. Nýja testamentið hefur verið þýtt á 1333 önnur tungumál.

Margar nýjar þýðingar

Um þessar mundir er unnið að 2267 biblíuþýðingum víðs vegar um heiminn.
Rösklega 100 mismunandi samtök bindast starfinu að þessum 2267 þýðingum. Biblíuþýðendur Wycliffes tengjast 1768 þeirra (u.þ.b. 78%). Sameinuðu biblíufélögin tengjast um það bil 450 þeirra, en annast prentun, útgáfu og dreifingu flestra þýðinganna.
Samkvæmt tölunum fyrir árið 2014 sést að dreift hefur verið 33,9 milljónum Biblía í gegnum Sameinuðu biblíufélögin árið 2014, en það er aukning um 6 af hundraði frá árinu 2013 og 14 af hundraði frá árinu 2010.

Mikil þörf

Í heiminum eru til um það bil 7000 tungumál. Nokkur þeirra munu senn deyja út og þarfnast því ekki biblíuþýðingar. Í öðrum tungumálahópum eru notendurnir tvítyngdir og nota því gjarnan tungumál sem Biblían er þegar til á.
Samt stendur yfir gríðarmikið verkefni áður en Biblían er þýdd yfir á öll þau tungumál sem þarfnast eigin þýðingar. Í dag er brýnt að hefja þýðingarstarf á 1778 tungumálum. 165 milljónir manna eru háðar þessum þýðingum svo að þær geti lesið Orð Guðs á tungumáli sem þær skilja.
Með sama áframhaldi mun þýðingarvinna á öll þessi tungumál hefjast fyrir árið 2038. Það merkir að takmarkið er innan seilingar.

Hið íslenska biblíufélag tekur þátt í mörgum verkefnum á vegum Sameinuðu biblíufélaganna.

sjá frétt á http://www.bibel.no/Nyheter/Nyheter2015/BG515,-d-,Bibelen-snart-pa-3000-sprak