Ingeborg Mongstad- Kvammen, framkvæmdastjóri norska Biblíufélagsins og Anne Catherine Kvistad,  fjármálastjóri komu í heimsókn til Íslands dagana  1.- 14 nóvember síðastliðinn.

Norska Biblíufélagið ásamt Biblíufélögum hinna Norðurlandanna styður fjárhagslega við starf Hins íslenska biblíufélags vegna afmælisársins og einnig með fræðslu, námskeiðshaldi og fl.
Norska biblíufélagið er eitt stærsta biblíufélag í heiminum í dag og það getur sannarlega miðlað af reynslu sinni. Biblíufélagið í Noregi styður við bakið á mörgum biblíufélögum víðs vegar um heiminn meðal annars með því að safna fjármunum til að kaupa Biblíur fyrir fólk á Sýrlandi, Kúbu og í Kína. Biblíufélagið hér á landi hefur þegar tekið þátt í því verkefni með Norðmönnum en á Íslandi fór nýlega fram söfnun til stuðnings Sýrlandi. Biblíufélagið þakkar félögum sínum innilega fyrir þann stuðning.
Ingeborg og Anne Catherine funduðu með stjórn félagsins og Ragnhildi Ásgeirsdóttur, framkvæmdastjóri Híb, en Ragnhildur mun dvelja í vikutíma hjá norska biblíufélaginu í desember.