Í tilefni af 200 ára afmæli Hins íslenska biblíufélags verður haldið málþing í Háteigskirkju (Setrinu, 1. hæð), þriðjudaginn 8. desember kl. 16 undir yfirskriftinni

Biblían okkar og framtíðin


Á málþinginu verða flutt þrjú erindi:

Egill Jóhannsson, útgefandi: Biblíuútgáfur og framtíðin.

Stefán Einar Stefánsson, guðfræðingur og blaðamaður: Til allra þjóða.

Dr. Karl Sigurbjörnsson, fyrrverandi biskup: Til hvers Biblían? Til hvers Biblíufélag?

Málstofustjóri: Valgeir Ástráðsson.

Boðið verður upp á kaffisopa. Verið hjartanlega velkomin!