Í dag var haldið málþing um Viðeyjarbiblíu í Hallgrímskirkju.
Dr. Sigurður Pálsson, fyrrverandi sóknarprestur, var málstofustjóri og flutti í upphafi stutta kynningu á Viðeyjarbiblíu.
Frú Agnes M. Sigurðardóttir, biskup Íslands og forseti Biblíufélagsins opnaði rafrænan aðgang að Viðeyjarbiblíu með aðstoð Jóhanns Grétarssonar, vefstjóra HÍB en Jón Hjörleifur Stefánsson vélritaði og setti upp Viðeyjarbiblíu. 
Dr. Guðrún Kvaran prófessor emerítus hélt erindi um handritið ÍB 507
 4to og Viðeyjarbiblíu
Dr. Gunnlaugur A. Jónsson prófessor hélt erindi sem bar heitið „Allir dauðlegir menn skulu sjá“. Nokkur einkenni á Jesaja þýðingu Sveinbjarnar Egilssonar.
Málþingið var áhugavert og hátt í fjörtíu manns sóttu þingið.