Ó, ég fel þér, faðir kær,
alla hagi allra lýða,
alla þá sem biðja og stríða,
alla þá sem angrið slær,
alla hrellda, særða, sjúka,
sem að værð og hvíldir þrá,
blessuð hjálparhönd þín mjúka
hressi, styrki og gleðji þá.

Þorsteinn Þorkelsson
(Bænabókin. Leiðsögn á vegi trúarinnar eftir sr. Karl Sigurbjörnsson)