Á hverjum degi þörfnumst við fæðu. Við erum alin upp við mikilvægi þess að fá staðgóðan morgunmat. Hafragrautur er fyrsta val margra. Svo fylgja fleiri máltíðir og vonandi hlaðnar næringarefnum ef aðstæður eru hagstæðar eins og hjá flestum okkar sem búum á Íslandi.