Rithöfundurinn er maðurinn á bak við Lars Winkler-bókaflokkinn, sem hlotið hefur lof gagnrýnenda, Jakob Melander.

Jakob Melander (fæddur 1965) hóf feril sinn árið 2013 með sakamálaskáldsögunni Øjesten (Augasteinn).  Síðan hafa tvær bækur fylgt í kjölfarið í bókaflokknum um Lars Winkler, og fjórða bókin í röðinni er á leiðinni.

Nú semur Jakob Melander út frá biblíusögunni um Kain og Abel en sakamálasagan kemur út í október árið 2016.

Biblíufélagið sinnir því verkefni að miðla frásögum Biblíunnar með margvíslegum hætti og á ýmsum sviðum, allt frá handbókum og biblíuþýðinga á nútímamáli og barnabiblía.

 

Nú á einnig að miðla Biblíunni í formi sakamálasögu en

sakamálasagan, sem mun fjalla um þekkt átök úr Biblíunni, kemur út í október á næsta ári.

 

„Sem rithöfundur byggir maður persónur sínar á frumgerðum. Ég er vanur að vinna með sama persónuleikann sem gengur í gegnum sakamálasögur mínar, en mér finnst það mjög spennandi að vinna með alveg nýjar frumgerðir — það skerpir huga minn sem rithöfundar.“

 

„Þetta verður saga þar sem atburðarásin er hröð og viðburðarík.“ Jakob Melander er þegar byrjaður að skrifa og hann vinnur út frá hinni dapurlegu sögu um Kain og Abel, en hefur ekki hugsað sér að endursegja hana:

 

„Sakamálasaga þarf að geyma leyndardóm, sem upplýsist — lesandinn hlýtur að mega geta sér til. Og ef maður veit fyrirfram, hver morðinginn er, hverfur fremur mikilsverður þáttur. Af þeim sökum á maður ekki að vænta raunsannrar endurritunar biblíusögunnar — ég fer mjög frjálslega með hana.“

 

Samkvæmt Jakob Melander er það gefandi starf að skrifa sakamálasögu út frá sögu sem þegar er til:

 

„Það er þannig með skapandi vinnu, að gott þykir að þekkja sín mörk. Hvíti pappírinn er algjörlega fráhrindandi, en ef það eru ljón í veginum, þá er hægt að hefjast handa.“

 

Og sú hindrun, sem frásagan af Kain og Abel reynist vera fyrir sakamálasögu Jakobs Melander, er sérstaklega þeirrar gerðar. Þannig útskýrir hann þetta:

 

„Ein ástæða þess, að Biblían hefur fengið þá þýðingu sem hún hefur, er einmitt sú, að innan hennar rúmast kraftmiklar sögur og frumgerðir. Þess vegna hefur fólk á öllum tímum getað endurspeglað sína eigin reynslu í frásögum Biblíunnar. Og það er áhugavert að vinna með eitthvað sem er svo skýrt.“

 

Jakob Melander segir, að lesendurnir geti farið að hlakka til að upplifa ein þekktustu átökin í heiminum á nýjan hátt:

 

„Þetta verður viðburðarík saga þar sem atburðarásin er hröð. Saga, sem á sér stað í stjórnmálaumhverfi Kaupmannahafnar nútímans. Hún fjallar um ást, alþjóðlega flutninga á listaverkum og fornleifauppgrefti.“