Í tilefni af 200 ára afmæli Hins íslenska biblíufélags verður haldið málþing um Viiðeyjarbiblíu (1841) á degi íslenskrar tungu mánudaginn 16. nóvember klukkan 12:10 í Norðursal Hallgrímskirkju.

Dagskrá:

Dr. Sigurður Pálsson, fyrrverandi sóknarprestur, er málstofustjóri og flytur með inngangsorðum stutta kynningu á Viðeyjarbiblíu.

Frú Agnes M. Sigurðardóttir, biskup Íslands og forseti Biblíufélagsins opnar rafrænan aðgang að Viðeyjarbiblíu.

Dr. Guðrún Kvaran prófessor emerítus: Handritið ÍB 507 4to og Viðeyjarbiblía

Dr. Gunnlaugur A. Jónsson prófessor: „Allir dauðlegir menn skulu sjá“. Nokkur einkenni á Jesaja þýðingu Sveinbjarnar Egilssonar.

Verið innilega velkomin.