Biblían er um margt merkileg bók. Hún hefur verið þýdd á fleiri tungumál en nokkur önnur bók og gefin út í stærri upplögum en aðrar bækur. Þá er hún einhver mest lesna og rannsakaða bók veraldar. Hún hefur haft ómæld áhrif, bæði trúarleg og menningarleg. Í tilefni af 200 ára afmæli Biblíufélagsins á þessu ári er gott tilefni til að staldra við og velta fyrir sér áhrifum og gildi Biblíunnar.