Í tilefni af 200 ára afmæli Hins íslenska biblíufélags verða haldnir tónleikar í Hvítasunnukirkjunni Fíladelfíu, laugardaginn 17. október kl. 20:30. Þar verður boðið upp á fjölbreytta dagskrá og meðal annars verða frumflutt ljóð og lög sem samin hafa verið í tilefni afmælisárs Biblíufélagsins. Fram koma:
Kór Lindakirkju og Áslaug Helga
Gospeltónar (Óskar Einars, Hrönn Svans og Fanny Tryggva)
Íris Lind Verudóttir og Emil Björnsson
Þóra Gísladóttir
Hljómsveitin Gummi Kalli og Biblíusugurnar
Ívar Halldórsson
Helga Vilborg Sigurjónsdóttir
Karlakór KFUM