Laugardaginn 31. október nk. verður haldið málþing í safnaðarheimili Grensáskirkju í Reykjavík kl. 13:30 – 16.00 undir yfirskriftinni Lúther og Biblían.
Þetta er þriðja málþingið sem nefnd um fimm alda minningu siðbótarinnar stendur að. Að þessu sinni er málþingið haldið í samstarfi við Biblíufélagið í tilefni af 200 ára afmæli þess.
Á málþinginu verða flutt þrjú erindi:
Dr. Gunnar Kristjánsson: Reynslan og Ritningin. Um Biblíutúlkun Lúthers.
Sr. Dalla Þórðardóttir: Að lesa Biblíuna með Lúther.
Sr. Árni Svanur Daníelsson: Lesandinn athugi það. Um formála Lúthers að ritum Biblíunnar.
Dr. Gunnar J. Gunnarsson stýrir umræðum.
Boðið verður upp á kaffi og er málþingið öllum opið.