Fræðsluerindi þriðjudagskvöldið 29. september kl. 20 í Hafnarfjarðarkirkju
Dr. Gunnlaugur A Jónsson, prófessor, fjallar um menningaráhrif og mikilvægi Davíðssálmanna í sögu og samtíð. Hann kynnir nýja bók, Áhrifasaga Saltarans, sem hann hefur skrifað um þetta áhugaverða efni. Þar bendir hann á ýmis listaverk að fornu og nýju, m.a. kvikmyndir, sem styðjast við texta úr Davíðssálmunum. Hægt verður að kaupa bókina á sérstöku tilboðsverði. Boðið verður upp á kaffisopa.
Verið öll hjartanlega velkomin!