„Þann arf vér bestan fengum“
Íslenskar biblíuútgáfur
Verið velkomin á opnun sýningar á íslenskum biblíuútgáfum í Þjóðarbókhlöðu laugardaginn 26. september 2015 kl.13.
Sýningin er samstarfsverkefni Landsbókasafns Íslands-Háskólabókasafns og Hins íslenska biblíufélags.
Hið íslenska biblíufélag er elsta starfandi félag á landinu og fagnar 200 ára afmæli árið 2015.
Stjórnandi: Dögg Harðardóttir, varaforseti Hins íslenska biblíufélags
Séra Sigurður Ægisson flytur erindi um biblíuþýðingar
Tónlistaratriði: Þórunn Harðardóttir, víóluleikari
Séra Hreinn Hákonarson flytur erindi um Konstantín von Tischendorf biblíufræðing og handritasérfræðing.
Boðið verður upp á léttar veitingar.
Verið hjartanlega velkomin