Á laugardag var opnuð sýning á myndlistarverkum eftir sjö konur í safnaðarheimili Neskirkju. Fyrsti kvenprestur Íslands sr. Auður Eir Vilhjálmsdóttir opnaði sýninguna. Ragnhildur Ásgeirsdóttir og Marta Andrésdóttir sáum um tónlistarflutning. Listakonurnar eru:
Elva Hreiðarsdóttir,
Hanna Pálsdóttir,
Hildur Ásgeirsdóttir,
Ragnheiður Guðmundsdóttir,
Rúna Gísladóttir,
Steinunn Einarsdóttir,
Æja, Þórey Magnúsdóttir
Biblíufélagið stendur fyrir þessari sýningu og er afskaplega þakklátt þessum listakonum fyrir samstarfið.
Sýningin verður opin í rúman mánuð og hvetjum við fólk til að skoða verkin.