Hið íslenska biblíufélag fagnar 200 ára afmæli sínu í ár en félagið var stofnað 10. júlí 1815. Félagið er elsta félag á Íslandi.
Í tilefni af afmælisárinu hefur Biblíufélagið fengið til liðs við sig sjö listakonur til að sýna myndverk sín í safnaðarheimili Neskirkju sem þær hafa unnið út frá þemanu Konur og Kristur.

Þær eru
Elva Hreiðarsdóttir
Hanna Pálsdóttir
Hildur Ásgeirsdóttir
Ragnheiður Guðmundsdóttir
Rúna Gísladóttir
Steinunn Einarsdóttir
Þórey Magnúsdóttir( Æja)

Sýningin verður opnuð föstudaginn 4. september kl. 16 í safnaðarheimili Neskirkju en þar mun fyrsti kvenprestur Íslands dr. Auður Eir Vilhjálmsdóttir opna sýninguna. Tónlistaratriði.

Verið innilega velkomin!