Biblían, helgirit kristinna manna, er mikil bók sem margir nýta sér í daglegu lífi. Hún er safn trúarrita sem sum eru meira en 2000 ára gömul en önnur nokkuð yngri. Orð Guðs í Biblíunni færir okkur kærleiksboðskap Jesú Krists, leiðbeinandi siðfræði og veitir styrk, huggun og leiðsögn á lífsins vegi. Það er því dýrmætt að geta lesið í Biblíunni sér til uppbyggingar og góðs.